Erlent

Sagði í gríni að hver hermaður mætti nauðga þremur konum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rodrigo Duterte tók við embætti forseta Filippseyja síðasta sumar.
Rodrigo Duterte tók við embætti forseta Filippseyja síðasta sumar. Vísir/AFP
Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að grínast með nauðganir í ræðu sem hann hélt á dögunum fyrir hermenn í filippeyska hernum. Herlög ríkja nú á eyjunni Mindanao. BBC greinir frá.

Í ræðu sinni sagði Duterte að hver hermaður mætti nauðga allt að þremur konum. Þetta er í annað skipti sem forsetinn hefur legið undir ámæli fyrir að grínast með nauðganir.

Árið 1989 var áströlskum trúboða nauðgað í bæ þar sem hann var bæjarstjóri og sagði hann að hann hefði í krafti embættis síns átt að fá að vera „fyrstur í röðinni.“

Á herfundinum lét hann þessi ummæli falla:

Ég skal fara í fangelsi fyrir ykkur. Ef þið nauðgið þremur konum þá skal ég segja að ég hafi gert það.

Mannréttindasamtök víða um heim hafa harðlega gagnrýnt ummælin en Phelim Kine frá Human Rights Watch segir að ummæli forsetans séu „ógeðsleg tilraun til húmors“ og gefi hermönnum þau skilaboð að þeir megi brjóta á mannréttindum almennra borgara þegar herlög eru í gildi.

„Ummæli Duterte staðfesta einungis okkar versta ótta sem er sá að ríkisstjórn hans muni ekki einungis líta undan þegar um mannréttindabrot líkt og nauðganir er um að ræða í Mindanao heldur styðja þau.“

Duterte tók við embætti síðasta sumar og hefur allt frá upphafi vakið mikla athygli og þá sérstaklega fyrir stefnu sína í fíkniefnamálum. Hann styður til að mynda svokallaðar „hreinsanir“ þar sem lögreglu eru gefin heimild til þess að taka af lífi þá sem selja fíkniefni án dóms og laga. 


Tengdar fréttir

Herlög forseta Filippseyja verða svipuð og í tíð Marcos

Íslamskir vígamenn hafa valdið gífurlegum usla í Marawi-borg á eynni Mindanao á Filippseyjum undanfarna daga. Lagður hefur verið eldur að opinberum byggingum og kirkjugestir verið teknir í gíslingu. Forsetinn brást við með því að lýsa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×