Erlent

Trump fordæmir morðin í Portland

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt árás sem gerð var á tvo menn í Portland borg í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Þeir skárust í leikinn þegar árásarmaðurinn hafði i hótunum við tvær ungar múslímakonur sem um borð voru í lestinni.

Árásin var gerð á föstudag og hafði Trump verið gagnrýndur harðlega fyrir að láta ekkert í sér heyra varðandi árásina.

„Hinar ofbeldisfullu árásir í Portland á föstudaginn eru óásættanlegar. Fórnarlömbin risu upp gegn hatri og fordómum. Þau eru í bænum okkar,“ var skrifað á opinberan Twitter-reikning forseta Bandaríkjanna.

Athygli vekur þó að ummælin voru ekki birt á persónulegum Twitter-reikningi Trump sem hann notar iðulega.

Mennirnir sem létust, Taliesin Namkai-Meche og Ricky Best, hafa verið hylltir sem hetjur, en maðurinn sem grunaðir er um árásina er sagður hafa öskrað „allir múslimar ættu að deyja,“ á meðan hann réðst á mennina tvo.

Hann er sagður aðhyllast öfgasinnaða hægri stefnu en er nú í haldi lögreglu.


Tengdar fréttir

Þrýst á Trump að bregðast við árásinni í Portland

Tveir menn voru þar stungnir til bana og sá þriðji er særður, eftir að þeir komu táningsstúlku, sem er múslimi, til varnar um borð í lest þar sem maður var að áreita hana og kalla öllum illum nöfnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×