Viðskipti innlent

Íhuga að fækka útgáfudögum DV

Sæunn Gísladóttir skrifar
DV hefur verið gefið út tvisvar í viku frá árinu 2013. Fréttablaðið/Anton Brink
DV hefur verið gefið út tvisvar í viku frá árinu 2013. Fréttablaðið/Anton Brink
Forsvarsmenn DV íhuga að fækka útgáfudögum úr tveimur í einn og mun blaðið þá einungis koma út sem helgarblað. Þetta herma heimildir Markaðarins og að breytingin muni taka gildi á næstu vikum.

Sigurvin Ólafsson, framkvæmdastjóri DV, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin á þessu stigi. „Það er ekki búið að ákveða neitt slíkt eða hvenær það gæti legið fyrir.“

Greint var frá því í síðasta mánuði að breytingar hafi verið gerðar á stjórn Pressunnar ásamt því að hlutafé í félaginu var aukið um 300 milljónir króna. Pressa er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Birtíngs.

Björn Ingi Hrafnsson lét í kjölfarið af störfum sem stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar og tók Gunnlaugur Árnason við starfi stjórnarformanns.

Í nóvember 2013 var ákveðið að fækka útgáfudögum DV úr þremur í tvo og efla í staðinn netútgáfu miðilsins. 

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×