Hvernig setjum við fjölskylduna í fyrsta sæti? Lína Dögg Ástgeirsdóttir skrifar 15. maí 2017 09:00 Ísland er svo sannarlega barnaþjóð, en segja má að fjölskyldan sé hornsteinn hins íslenska samfélags og jafnframt uppspretta margra og góðra lífsgilda. Í okkar þjóðfélagi búum við svo vel að hér er til staðar opinber fjölskyldustefna sem meðal annars á að hlúa að og vernda allar fjölskyldur óháð fjölskyldugerð eða búsetu. Fjölskyldan er vettvangur tilfinningatengsla og fjölskyldulífið veitir einstaklingum tækifæri til þess að dafna og þroskast eins og best verður á kosið. En fjölskyldulífið getur líka reynst flókið og stundum koma upp erfiðleikar sem ekki tekst að leysa úr með farsælum hætti innan fjölskyldunnar og þá þarf utanaðkomandi aðstoð. Fjölskyldumeðferð er skilgreind sem meðferð sem tekur mið af áhrifamætti fjölskylduheildarinnar og leitast eftir því að draga úr spennu og átökum með því að styrkja samskiptakerfin innan fjölskyldunnar. Skilgreiningin byggir á hugmyndinni af fjölskyldu sem kerfi þar sem vitund um líðan hvers og eins og breytingar á henni hafa áhrif á alla innanborðs. Í meðferðarvinnu er viðfangsefnið endrum flókin samskipta- og tilfinningamál sem liggja djúpt. Á Íslandi er starfandi nokkuð stór hópur af fagfólki sem lokið hafa sérnámi í fjölskyldumeðferð. Endurmenntun í Háskóla Íslands hefur boðið uppá meistaranám í fjölskyldumeðferð síðan árið 2009 og því fer fagfólki með sérþekkingu á fjölskyldumeðferð á Íslandi stöðugt fjölgandi. Starfsvettvangur fjölskyldufræðinga er gríðarlega fjölbreyttur en með þessari grein viljum við einmitt vekja athygli á því veigamikla og litríka starfi sem fjölskyldufræðingar um allt land vinna hvern dag í okkar góða samfélagi. Í Grafarvoginum er starfrækt Fardeild sem er sérhæft úrræði sem þjónar grunnskólunum í borgarhluta 4 (Grafarvogur og Kjalarnes). Skjólstæðingar Fardeildar eru nemendur með náms- og hegðunarerfiðleika sem og nemendur með atferlis og/eða geðraskanir. Vinnulag hverju sinni fer alfarið eftir eðli hvers máls en í boði eru t.d. vikuleg viðtöl sem og stuðningur og ráðgjöf til kennara, skóla og foreldra. Allur rekstur er alfarið í höndum skólanna í sameiningu, en unnið er með hvert mál í sínu skólaumhverfi. Upphaflega var áhersla lögð á viðtöl við nemendur og ráðgjöf við skóla en síðustu tvö ár hefur starfið tekið töluverðum stakkaskiptum og liggur áherslan nú enn fremur í fjölskylduvinnu en áður þar sem í dag starfa við deildina tveir fjölskyldufræðingar. Báðar hafa lokið námi í fjölskyldumeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Fjölskyldumeðferðin er afar mikilvæg viðbót við starfið í Fardeild þar sem barnið sem um ræðir er alltaf mótað af því fjölskylduumhverfi sem það kemur úr og þar af leiðandi undir áhrifum þess. Stundum eru börnin að sýna ákveðinn hegðunar og/eða tilfinningavanda í skólaumhverfinu sem rekja má til samskiptavanda innan fjölskyldunnar inni á heimili barnsins. Auk þess eru margir af skjólstæðingum Fardeildarinnar skilnaðarbörn sem eru að kljást við tilfinningavanda í kjölfar foreldraskilnaðar svo einhver dæmi séu nefnd. Í mörgum málum er nánast gagnslaust að ætla sér að vinna einungis með barnið eitt og sér í sínu skólaumhverfi, þar sem vandi barnsins liggur til að mynda í samskiptum eða tengslum innan fjölskyldunnar. Stundum koma foreldrar og hitta fjölskyldufræðing í nokkur skipti áður en barnið, og jafnvel systkini, koma líka ásamt foreldrum. Á þessu er allur gangur og fer það alfarið eftir eðli málsins og hvers fjölskyldan óskar hverju sinni. Jafnframt er lykilatriði að ólíkar stofnanir sem að málum skjólstæðinganna koma vinni saman þ.e.a.s. skóli, heilsugæsla, þjónustumiðstöðvar, barnavernd og BUGL. Þannig er hægt að stuðla að samfellu í málum. Á síðustu árum hefur málafjöldinn innan Fardeildar farið sífellt stækkandi og málin að þyngjast innbyrðis. Börn eru að greinast með kvíða í auknum mæli auk þess sem hegðunarvandi virðist vera að ágerast. Við búum í sívaxandi samfélagi þar sem hraðinn er mikill. Flestir foreldrar þurfa að vinna langa vinnudaga auk þess sem tæknin er orðin allsráðandi í formi allskonar snjalltækja sem hefur óneitanlega áhrif á samskiptamynstur heimafyrir. Flóknar samsetningar af fjölskyldum eru að færast í aukana, en stjúptengsl eru afar flókið og vandmeðfarið fyrirbæri. Nýleg skýrsla sem unnin var fyrir skóla– og frístundaráð Reykjavíkurborgar gefur til kynna að grunnskólar borgarinnar hafi ekki burði til þess að sinna nemendum með hegðunarvanda eða alvarleg geðræn vandamál sökum skorts á starfsfólki og fjármagni. Til úrbóta er meðal annars lagt til að ráða fleiri þroskaþjálfa eða atferlisþjálfa inn í skólana sem og sálfræðinga og félagsráðgjafa í allra þyngstu skólana. Það er svo sannarlega þörf á þessum úrbótum en ekki síður mikilvægt að ráða fleiri fjölskyldufræðinga inn í skólakerfið okkar. Fjölskyldumeðferð innan skólakerfisins er mikilvægur hlekkur í því að stuðla að geðheilbrigði í okkar síbreytilega samfélagi og mögulega koma í veg fyrir kynslóðaflutning. Fjölskyldufræðingar vilja standa vörð um fjölskyldurnar okkar á Íslandi með því að vinna á heildrænan hátt. Það er mikil ánægja á meðal skólastjórnenda, kennara og annars starfsfólks í Grafarvoginum og á Kjalarnesinu með það starf sem Fardeild sinnir. Það er svo sannarlega einhugur um að deildin sé bæði mikilvægur og ómissandi hlekkur í skólaumhverfinu í borgarhluta 4. Foreldrar og forráðamenn hafa jafnframt verið þakklát þeirri hjálp og þeim stuðningi sem þeirra börn og fjölskyldur hafa fengið. Það verður þó að segjast að með tilkomu fjölskyldufræðinganna og þeirra þekkingu á fjölskyldumeðferð er nú hægt að bjóða uppá mun heildrænni og árangursríkari þjónustu í Fardeild en áður var. Það er jú svo að ekkert barn er eyland heldur hluti af sínum fjölskyldutengslum sem stundum geta reynst flókin og þá er mikilvægt að hægt sé að vinna með vanda barnsins frá grunni og stundum jafnvel langt aftur í kynslóðir. Í dag þann 15 maí er einmitt alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar og því kjörið að minna á það góða en jafnframt mikilvæga starf sem fjölskyldufræðingar eru að vinna hér á Íslandi og einnig út um allan heim dag hvern. Til hamingju Ísland og allar okkar litríku og fallegu fjölskyldur og gleymum aldrei að hlúa vel að hvert öðru.Greinin er hluti af greinaröð í tilefni af alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Fleiri greinar um málefni fjölskyldunnar munu birtast á næstu dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ísland er svo sannarlega barnaþjóð, en segja má að fjölskyldan sé hornsteinn hins íslenska samfélags og jafnframt uppspretta margra og góðra lífsgilda. Í okkar þjóðfélagi búum við svo vel að hér er til staðar opinber fjölskyldustefna sem meðal annars á að hlúa að og vernda allar fjölskyldur óháð fjölskyldugerð eða búsetu. Fjölskyldan er vettvangur tilfinningatengsla og fjölskyldulífið veitir einstaklingum tækifæri til þess að dafna og þroskast eins og best verður á kosið. En fjölskyldulífið getur líka reynst flókið og stundum koma upp erfiðleikar sem ekki tekst að leysa úr með farsælum hætti innan fjölskyldunnar og þá þarf utanaðkomandi aðstoð. Fjölskyldumeðferð er skilgreind sem meðferð sem tekur mið af áhrifamætti fjölskylduheildarinnar og leitast eftir því að draga úr spennu og átökum með því að styrkja samskiptakerfin innan fjölskyldunnar. Skilgreiningin byggir á hugmyndinni af fjölskyldu sem kerfi þar sem vitund um líðan hvers og eins og breytingar á henni hafa áhrif á alla innanborðs. Í meðferðarvinnu er viðfangsefnið endrum flókin samskipta- og tilfinningamál sem liggja djúpt. Á Íslandi er starfandi nokkuð stór hópur af fagfólki sem lokið hafa sérnámi í fjölskyldumeðferð. Endurmenntun í Háskóla Íslands hefur boðið uppá meistaranám í fjölskyldumeðferð síðan árið 2009 og því fer fagfólki með sérþekkingu á fjölskyldumeðferð á Íslandi stöðugt fjölgandi. Starfsvettvangur fjölskyldufræðinga er gríðarlega fjölbreyttur en með þessari grein viljum við einmitt vekja athygli á því veigamikla og litríka starfi sem fjölskyldufræðingar um allt land vinna hvern dag í okkar góða samfélagi. Í Grafarvoginum er starfrækt Fardeild sem er sérhæft úrræði sem þjónar grunnskólunum í borgarhluta 4 (Grafarvogur og Kjalarnes). Skjólstæðingar Fardeildar eru nemendur með náms- og hegðunarerfiðleika sem og nemendur með atferlis og/eða geðraskanir. Vinnulag hverju sinni fer alfarið eftir eðli hvers máls en í boði eru t.d. vikuleg viðtöl sem og stuðningur og ráðgjöf til kennara, skóla og foreldra. Allur rekstur er alfarið í höndum skólanna í sameiningu, en unnið er með hvert mál í sínu skólaumhverfi. Upphaflega var áhersla lögð á viðtöl við nemendur og ráðgjöf við skóla en síðustu tvö ár hefur starfið tekið töluverðum stakkaskiptum og liggur áherslan nú enn fremur í fjölskylduvinnu en áður þar sem í dag starfa við deildina tveir fjölskyldufræðingar. Báðar hafa lokið námi í fjölskyldumeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Fjölskyldumeðferðin er afar mikilvæg viðbót við starfið í Fardeild þar sem barnið sem um ræðir er alltaf mótað af því fjölskylduumhverfi sem það kemur úr og þar af leiðandi undir áhrifum þess. Stundum eru börnin að sýna ákveðinn hegðunar og/eða tilfinningavanda í skólaumhverfinu sem rekja má til samskiptavanda innan fjölskyldunnar inni á heimili barnsins. Auk þess eru margir af skjólstæðingum Fardeildarinnar skilnaðarbörn sem eru að kljást við tilfinningavanda í kjölfar foreldraskilnaðar svo einhver dæmi séu nefnd. Í mörgum málum er nánast gagnslaust að ætla sér að vinna einungis með barnið eitt og sér í sínu skólaumhverfi, þar sem vandi barnsins liggur til að mynda í samskiptum eða tengslum innan fjölskyldunnar. Stundum koma foreldrar og hitta fjölskyldufræðing í nokkur skipti áður en barnið, og jafnvel systkini, koma líka ásamt foreldrum. Á þessu er allur gangur og fer það alfarið eftir eðli málsins og hvers fjölskyldan óskar hverju sinni. Jafnframt er lykilatriði að ólíkar stofnanir sem að málum skjólstæðinganna koma vinni saman þ.e.a.s. skóli, heilsugæsla, þjónustumiðstöðvar, barnavernd og BUGL. Þannig er hægt að stuðla að samfellu í málum. Á síðustu árum hefur málafjöldinn innan Fardeildar farið sífellt stækkandi og málin að þyngjast innbyrðis. Börn eru að greinast með kvíða í auknum mæli auk þess sem hegðunarvandi virðist vera að ágerast. Við búum í sívaxandi samfélagi þar sem hraðinn er mikill. Flestir foreldrar þurfa að vinna langa vinnudaga auk þess sem tæknin er orðin allsráðandi í formi allskonar snjalltækja sem hefur óneitanlega áhrif á samskiptamynstur heimafyrir. Flóknar samsetningar af fjölskyldum eru að færast í aukana, en stjúptengsl eru afar flókið og vandmeðfarið fyrirbæri. Nýleg skýrsla sem unnin var fyrir skóla– og frístundaráð Reykjavíkurborgar gefur til kynna að grunnskólar borgarinnar hafi ekki burði til þess að sinna nemendum með hegðunarvanda eða alvarleg geðræn vandamál sökum skorts á starfsfólki og fjármagni. Til úrbóta er meðal annars lagt til að ráða fleiri þroskaþjálfa eða atferlisþjálfa inn í skólana sem og sálfræðinga og félagsráðgjafa í allra þyngstu skólana. Það er svo sannarlega þörf á þessum úrbótum en ekki síður mikilvægt að ráða fleiri fjölskyldufræðinga inn í skólakerfið okkar. Fjölskyldumeðferð innan skólakerfisins er mikilvægur hlekkur í því að stuðla að geðheilbrigði í okkar síbreytilega samfélagi og mögulega koma í veg fyrir kynslóðaflutning. Fjölskyldufræðingar vilja standa vörð um fjölskyldurnar okkar á Íslandi með því að vinna á heildrænan hátt. Það er mikil ánægja á meðal skólastjórnenda, kennara og annars starfsfólks í Grafarvoginum og á Kjalarnesinu með það starf sem Fardeild sinnir. Það er svo sannarlega einhugur um að deildin sé bæði mikilvægur og ómissandi hlekkur í skólaumhverfinu í borgarhluta 4. Foreldrar og forráðamenn hafa jafnframt verið þakklát þeirri hjálp og þeim stuðningi sem þeirra börn og fjölskyldur hafa fengið. Það verður þó að segjast að með tilkomu fjölskyldufræðinganna og þeirra þekkingu á fjölskyldumeðferð er nú hægt að bjóða uppá mun heildrænni og árangursríkari þjónustu í Fardeild en áður var. Það er jú svo að ekkert barn er eyland heldur hluti af sínum fjölskyldutengslum sem stundum geta reynst flókin og þá er mikilvægt að hægt sé að vinna með vanda barnsins frá grunni og stundum jafnvel langt aftur í kynslóðir. Í dag þann 15 maí er einmitt alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar og því kjörið að minna á það góða en jafnframt mikilvæga starf sem fjölskyldufræðingar eru að vinna hér á Íslandi og einnig út um allan heim dag hvern. Til hamingju Ísland og allar okkar litríku og fallegu fjölskyldur og gleymum aldrei að hlúa vel að hvert öðru.Greinin er hluti af greinaröð í tilefni af alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Fleiri greinar um málefni fjölskyldunnar munu birtast á næstu dögum.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun