Enski boltinn

Sjáðu markið sem tryggði Chelsea titilinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chelsea varð Englandsmeistari í kvöld eftir 1-0 sigur á West Brom á útivelli en þeir bláklæddu hafa verið í forystuhlutverki lengst af í vetur.

Lengi vel leit reyndar út fyrir að lið Antonio Conte myndi þurfa að fresta hátíðarhöldunum en varamaðurinn Michy Bashuaiy tryggði sigurinn þegar átta mínútur voru eftir af leiknum.

Framherjinn Batshuayi hafði átt erfitt uppdráttar á fyrsta tímabili sínu hjá Chelsea eftir að hann kom fyrir 33 milljónir punda frá Marseille í Frakklandi. Markið hans í gær var annað úrvalsdeildarmarkið hans.

Þetta er í sjötta sinn sem að Chelsea verður Englandsmeistari og sá fimmti síðan að Roman Abramovich keypti félagið snemma á síðasta áratugi. Þetta er fyrsti titill Conte sem tók við liðinu í sumar, nokkrum mánuðum eftir að Jose Mourinho var rekinn.

Samantekt úr leiknum má sjá hér fyrir neðan sem og úr viðureign Everton og Watford í kvöld.

West Brom 0 - 1 Chelsea
Everton 1 - 0 Watford

Tengdar fréttir

Chelsea er Englandsmeistari 2017

Varamaðurinn Michy Batshuayi tryggði Chelsea sigur á West Brom og Englandsmeistaratitilinn með sigurmarki á The Hawthorns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×