Enski boltinn

Jóhann Berg lagði upp mark átta mínútum eftir að hann kom inn á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sam Vokes fagnar markinu sem Jóhann Berg lagði upp fyrir hann.
Sam Vokes fagnar markinu sem Jóhann Berg lagði upp fyrir hann. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark Burnley í 2-1 tapi fyrir Bournemouth á Vitality vellinum í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Jóhann Berg kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Átta mínútum síðar sendi hann boltann á kollinn á Sam Vokes sem skoraði sitt fjórða mark í jafn mörgum leikjum. Þetta var önnur stoðsending Jóhanns Berg í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Junior Stanislas kom Bournemouth yfir á 25. mínútu en Vokes jafnaði á 83. mínútu eins og áður sagði. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Joshua King sigurmark Bournemouth. Þetta var hans sextánda mark í vetur en hann er í hópi markahæstu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar.

Bournemouth er komið upp í 10. sæti deildarinnar en Burnley er í því fjórtánda.

Southampton lagði fallið Middlesbrough-lið á Riverside, 1-2.

Jay Rodriguez og Nathan Redmond skoruðu mörk Southampton sem situr í 9. sæti deildarinnar. Patrick Bamford skoraði mark Boro sem mun leika í B-deildinni á næsta tímabili.

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark í 0-2 sigri Swansea City á Sunderland.

Í fyrsta leik dagsins vann Manchester City svo 2-1 sigur á Leicester City.


Tengdar fréttir

City-menn sluppu með skrekkinn

Manchester City steig stórt skref í áttina að sæti í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Leicester City á Etihad í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×