Enski boltinn

Sjáðu íslensku stoðsendingarnar, hönd Crouch og allt hitt úr ensku úrvalsdeildinni í gær | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi og félagar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum.
Gylfi og félagar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. vísir/getty
Íslensku landsliðsmennirnir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson lögðu báðir upp mörk í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Gylfi lagði upp fyrra mark Swansea City í 0-2 útisigri á Sunderland. Þetta var þrettánda stoðsending Gylfa í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Kevin De Bruyne hjá Manchester City hefur gefið fleiri stoðsendingar (15).

Jóhann Berg lagði upp mark Burnley í 2-1 tapi fyrir Bournemouth á útivelli. Jóhann Berg er að komast á fulla ferð á ný eftir meiðsli.

Arsenal vann sterkan sigur á Stoke City, 1-4. Olivier Giroud (2), Mesut Özil og Alexis Sánchez skoruðu mörk Arsenal. Peter Crouch gerði mark Stoke með hendinni.

Manchester City vann 2-1 sigur á fráfarandi Englandsmeisturum Leicester City. City-menn sluppu með skrekkinn þegar mark Riyads Mahrez úr vítaspyrnu var dæmt af vegna þess að hann sparkaði tvisvar í boltann.

Þá vann Southampton 1-2 útisigur á fallliði Middlesbrough.

Bournemouth 2-1 Burnley
Stoke 1-4 Arsenal
Man City 2-1 Leicester
Middlesbrough 1-2 Southampton
Uppgjörið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×