Enski boltinn

Kveðjuleikurinn á White Hart Lane | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tottenham leikur sinn síðasta leik á White Hart Lane, heimavelli sínum til 118 ára, þegar liðið tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í klukkan 15:30 í dag.

Sem kunnugt er flytur Tottenham á nýjan og glæsilegan heimavöll á þarnæsta tímabili. Á því næsta spilar Spurs á Wembley.

Tottenham situr í 2. sæti deildarinnar og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að gulltryggja það. United er hins vegar í 6. sætinu og þarf að vinna til að eiga möguleika á Meistaradeildarsæti.

Tveir aðrir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Klukkan 11:00 verður flautað til leiks í fallslag Crystal Palace og Hull City.

Eftir sigur Swansea City á Sunderland í gær er ljóst að Hull þarf að fá stig út úr leiknum gegn Palace til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Palace er enn í fallhættu en þarf aðeins eitt stig í viðbót til að bjarga sér.

Klukkan 13:15 hefst leikur West Ham og Liverpool á Lundúnaleikvanginum.

Arsenal setti mikla pressu á Liverpool með því að vinna Stoke City í gær. Nú munar aðeins einu stigi á Liverpool og Arsenal en bæði lið eiga tvo leiki eftir.

West Ham siglir lygnan sjó í 12. sæti deildarinnar.

Allir leikir dagsins verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×