Enski boltinn

Pogba ekki með gegn Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pogba syrgir föður sinn.
Pogba syrgir föður sinn. vísir/getty
Paul Pogba verður ekki með Manchester United þegar liðið sækir Tottenham heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Faðir Pogba, Fassou Antoine Pogba, lést í gær eftir langvinn og erfið veikindi. Hann var 79 ára gamall.

Fassou fæddist í Gíneu en þegar hann var þrítugur fluttist hann til Frakklands.

Allir þrír synir hans eru fótboltamenn. Paul spilar með United, Florentin með Saint-Étienne og Mathias með Spörtu í Rotterdam. Paul spilar fyrir franska landsliðið en hinir tveir bræðurnir eiga landsleiki fyrir Gíneu.

Fassou spilaði sjálfur fótbolta í heimalandinu og í neðri deildunum í Frakklandi.

Fousse Pogba ásamt sonum sínum, Florentin og Mathias.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×