Enski boltinn

Taktu þátt í kjöri á mönnum ársins í enska boltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kante er algjör lykilmaður í meistaraliði Chelsea. Hann er búinn að vinna ensku deildina tvö ár í röð en Kante var auðvitað í liði Leicester í fyrra.
Kante er algjör lykilmaður í meistaraliði Chelsea. Hann er búinn að vinna ensku deildina tvö ár í röð en Kante var auðvitað í liði Leicester í fyrra. vísir/getty
Heimasíða ensku úrvalsdeildarinnar hefur tilkynnt hvaða leikmenn og stjórar koma til greina í vali á mönnum ársins í enska boltanum. Stuðningsmenn fá að kjósa að þessu sinni.

Átta leikmenn koma til greina í kjörinu og sex knattspyrnustjórar. Þar á meðal eru stjórar Íslendingaliðanna Swansea og Burnley.

N'Golo Kante, miðjumaður Chelsea, var kosinn bestur af bæði blaðamönnum sem og leikmönnum deildarinnar. Verður áhugavert að sjá hvernig þetta kjör fer.

Tilnefningarnir má sjá hér að neðan.

Leikmaður ársins:

Dele Alli, Tottenham

Cesar Azpilicueta, Chelsea

Eden Hazard, Chelsea

Harry Kane, Tottenham

N'Golo Kante, Chelsea

Romelu Lukaku, Everton

Alexis Sanchez, Arsenal

Jan Vertonghen, Tottenham

Stjóri ársins:

Paul Clement, Swansea

Antonio Conte, Chelsea

Sean Dyche, Burnley

Eddie Howe, Bournemouth

Mauricio Pochettino, Tottenham

Tony Pulis, WBA

Hægt er að taka þátt í kosningunni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×