
Tryggjum grundvallarréttindi fjölskyldunnar í veikindum
Fjölskyldur ganga í gegnum ýmis þroskaverkefni á lífsleiðinni og alvarleg veikindi geta ógnað því jafnvægi sem er nauðsynlegt til þroska. Skilgreining á fjölskyldu er; maki, foreldrar, börn, systkini og aðrir sem fjölskyldan telur nána. Þegar talað er um fjölskyldur er átt við frumhóp, sem stendur vörð um vellíðan einstaklingsins, þá sem standa honum næst. Sá jarðvegur sem skapast með líkamlegu- og andlegu heilbrigði, tengslamyndun, samstöðu og ættartengslum, getur ráðið úrslitum um velferð hvers og eins. Fjölskyldufræðingar hafa lagt grunninn að kenningum um tengslamyndun samskipti, og hlutverk. Þessar kenningar hafa verið þróaðar í áranna rás og nú er til staðar gagnreynd þekking sem beitt er í meðferðar- og forvarnarstarfi í með fjölskyldum.
Fjölskyldan getur gefið skýra mynd af aðstæðum sjúklingsins, hún býr oftast yfir mikilli þekkingu á venjum, tengslum, styrkleikum og veikleikum, sem fagfólki ber að taka mið af. Við veikindi er mikilvægt að vinna með fjölskyldum við að bæta líðan, veita aðstandendum upplýsingar um ástand og meðferðarmöguleika og draga úr óöryggi og kvíða. Vinna með fjölskyldum byggir á sterkum vísindalegum grunni og gagnsemi ítrekað verið staðfest með rannsóknum.
Við líkamleg og geðræn veikindi hefur verið lögð áhersla á að heilbrigðisstarfsmenn meti aðstæður sjúklinga vel og séu meðvitaðir um að manneskjan er nær alltaf hluti af stærri heild. Hvernig unnið er með það getur ráðið úrslitum um velferð einstaklingsins og því er mikilvægt að heilbrigðisstarfmenn séu vakandi og tilbúnir til að virkja fjölskyldu og umhverfi. Það má því líta á fjölskylduna sem hreyfiafl til góðs. Veikindi fjölskyldumeðlims geta skapað kvíða, depurð og streitu hjá öðum. Í samskiptum við þá skapast möguleikar á að skima fyrir þessu og leiðbeina um viðeigandi úrræði.
Eitt af því sem fagfólk innan heilbrigðiskerfisins hefur lagt sérstaka áherslu á, er að réttur barna á viðeigandi meðferð og stuðningi vegna veikinda foreldra verði bundinn í lög. Hér á landi eru ekki skýr ákvæði í lögum þegar kemur að þessu en sé litið til hinna norðurlandanna er staðan önnur. Í norskum lögum um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsmanna kveður á um skyldu til að bera kennsl á, meta þarfir, og að gæta hagsmuna barna þeirra sem hafa geðsjúkdóma, fíknisjúkdóma eða alvarlega líkamlega sjúkdóma. Auk þess bera heilbrigðisstarfsmenn ábyrgð á að veittar séu réttar og viðeigandi upplýsingar. Foreldrar eru spurðir um þarfir barns fyrir upplýsingar og meðferð og þeim boðinn stuðningur og handleiðsla. Með tilliti til þagnarskyldu skal einnig bjóða barninu og þeim sem sjá um það að taka þátt í slíku samtali. Þá þarf að fá samþykki til þess að fylgja þessu eftir með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.
Valdefling fjölskyldunnar sem og þess veika er mikilvæg og hlutverk allra í fyrirhugaðri meðferð skýr. Rannsóknir hafa sýnt þátttaka fjölskyldu bætir lífsgæði þess veika og auðveldar útskriftir. Þetta styðja leiðbeiningar National Institute for Health and Care Excellence (NICE) sem lagðar eru til grundvallar innan heilbrigðiskerfisins.
Greinin er hluti af greinaröð í tilefni af alþjóðlegum degi fjölskyldunnar.
Tengdar fréttir

Væri hagur af fjölskyldumeðferð innan félagsþjónunnar
15. maí var alþjóðadagur fjölskyldunnar og af því tilefni er tilvalið að beina sjónum að mikilvægi fjölskyldumeðferðar en hún hefur ekki mikið verið í umræðunni.

Hvernig setjum við fjölskylduna í fyrsta sæti?
Ísland er svo sannarlega barnaþjóð, en segja má að fjölskyldan sé hornsteinn hins íslenska samfélags og jafnframt uppspretta margra og góðra lífsgilda.
Skoðun

Gini hvað?
Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar

Krúttlega Ísland
Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Að leggjast með hundum
Sif Sigmarsdóttir skrifar

Grunnur að geðheilbrigði
Hildur Björnsdóttir skrifar

Skatturinn kann þetta
Pawel Bartoszek skrifar

Þar sem menntun snýst um líf eða dauða
Pierre Krähenbühl skrifar

Kreddur
Hörður Ægisson skrifar

Sumar?
Þórarinn Þórarinsson skrifar

Úrræði fyrir börn í fíknivanda
Ásmundur Einar Daðason skrifar

Kalkúnar og kjúklingar
Þórlindur Kjartansson skrifar

Í Hálsaskógi
Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar

Samstaða um netöryggi?
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Kenndin krukk í sköpunarverkið
Halldór Björn Runólfsson skrifar

Einangraðir og vannærðir eldri borgarar
Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Þjóðferjusiglingar til eyja við landið
Karl Gauti Hjaltason skrifar