Innlent

Fékk í bakið við að lyfta líki

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Myndin er úr líkhúsi í Sviss sem tengist fréttinni ekki.
Myndin er úr líkhúsi í Sviss sem tengist fréttinni ekki. vísir/getty
Starfsmaður útfararstofu hér á landi fær ekki bætur úr slysatryggingu launþega þar sem bakmeiðsl, sem hann hlaut við að lyfta þungu líki yfir í kistu, taldist ekki slys. Þetta er álit úrskurðarnefndar vátryggingamála.

Maðurinn var við annan mann að lyfta þungu líki í febrúar í fyrra. Við það brast bak mannsins með háu brothljóði.

Í skilmálum tryggingarinnar segir að með hugtakinu slys sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem gerist án vilja vátryggðs. Nefndin taldi að maðurinn hefði sjálfviljugur lyft líkinu og tjónið sé því ekki vegna utanaðkomandi atburðar. Því fær maðurinn ekki bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×