Viðskipti erlent

Kreppa komin aftur í Grikklandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Um er að ræða fyrstu kreppu í Grikklandi síðan árið 2012.
Um er að ræða fyrstu kreppu í Grikklandi síðan árið 2012. Vísir/Getty

Hagvöxtur var neikvæður í Grikklandi á fyrstu þremur mánuðum ársins í kjölfar þess að hafa einnig verið neikvæður um 1,2 prósent í árslok 2016, því er komin kreppa á ný í landinu.

Um er að ræða fyrsta kreppuna þar í landi síðan árið 2012 samkvæmt tölum Eurostat. BBC greinir frá því að nú standi yfir tveggja daga mótmæli gegn niðurskurði lífeyris og skattahækkun í landinu vegna fyrirskipunum kröfuhafa.

Um þessar mundir vinnur gríska ríkisstjórnin hörðum höndum að því að tryggja ný framlög frá erlendum lánadrottnum. Vonast er til þess að lánin verði samþykkt af fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins þann 22. maí næstkomandi.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-0,95
1
2.205