Erlent

Repúblikanar standa fast á sínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Paul Ryan, forseti þingins og leiðtogi repúblikana.
Paul Ryan, forseti þingins og leiðtogi repúblikana. Vísir/Getty
Repúblikanar ætla ekki að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka meint tengsl Donald Trump og yfirvalda í Rússlandi og mögulegt samstarf þeirra fyrir kosningarnar. Paul Ryan, forseti þingsins og leiðtogi Repúblikanaflokksins, segir mikilvægt að safna öllum nauðsynlegum staðreyndum og leyfa eftirlitsnefndum þingsins og Alríkislögreglunni að vinna sína vinnu.

Ryan sagði á blaðamanni Repúblikanaflokksins í dag að þingið gæti ekki átt við „vangaveltur og dylgjur“.

Hann benti á að rannsóknir væru yfirstandandi í einni nefnd innan fulltrúadeildarinnar, einni deild innan öldungadeildarinnar og innan FBI. Þar til viðbótar hefði hafi eftirlitsnefnd þingsins kallað eftir minnisblöðum Comey varðandi fundi hans og Donald Trump.

Báðar deildir þingsins eru undir stjórn Repúblikanaflokksins og Donald Trump hefur viðurkennt að hafa rekið James Comey, sem yfirmann FBI, vegna rannsókna stofnunarinnar á Trump og starfsmönnum hans.

Þá vakti Ryan upp spurningar um ef Comey hafði svo miklar áhyggjur af Trump eftir fund þeirra í febrúar, af hverju hann hafi ekki gripið til aðgerða þá.


Tengdar fréttir

Þingmenn hlæja að boði Putin

"Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“

Hávær köll um opinbera rannsókn

Ákvörðun Donalds Trump að deila trúnaðarupplýsingum með Rússum þykir afar umdeild. Forsetinn segist í fullum rétti. Óttast er að ákvörðunin geti haft áhrif á upplýsingastreymi til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×