Viðskipti innlent

Hægt að fjarstýra heimilinu með síma

Sæunn Gísladóttir skrifar
Öryggisfyrirtæki hafa nú byrjað að þróa tækni sem leyfir notendum að nýta snjalltækni til öryggisgæslu á heimilum sínum þegar þeir eru að heiman.
Öryggisfyrirtæki hafa nú byrjað að þróa tækni sem leyfir notendum að nýta snjalltækni til öryggisgæslu á heimilum sínum þegar þeir eru að heiman. Vísir/Getty

Mikið vatn hefur runnið til sjávar undanfarin árin með snjalltækni inni á heimilum og í auknum mæli er hægt að stýra ýmsum heimilistækjum, lýsingu og öðru með snjallsímanum. Öryggisfyrirtæki hafa nú byrjað að þróa tækni sem leyfir notendum að nýta snjalltækni til öryggisgæslu á heimilum sínum þegar þeir eru að heiman.

Hjörtur Vigfússon, markaðsstjóri Securitas.

Securitas er að koma með þessa tækni til landsins. Fyrirtækið mun forsýna Snjallvaktina, nýja öryggislausn, á sýningunni Amazing Home Show í Laugardalshöll um helgina. Stefnt er að því að lausnin fari svo í sölu í haust.

Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri hjá Securitas, segir þetta vera nýja nálgun á öryggismál. „Þetta er miklu meira en öryggiskerfi, þú ert farinn að stýra ýmsu á heimilinu. Þú getur til dæmis stillt ljós, séð hver var að hringja dyrabjöllunni, svarað, opnað dyr, stýrt hita og svo er hægt að stýra myndavélum bæði inni og úti.“

Hann segir þetta í raun vera næsta skref í heimavörn Securitas. „Viðskiptavinum mun bjóðast að uppfæra kerfið sitt í snjallari heimavörn. Almennt veitir þetta fólki aukin þægindi. Öllu þessu er stýrt með einu smáforriti.“

Securitas fór í samstarf við fyrirtækið Alarm.com til að bjóða upp á tæknina en það fyrirtæki er leiðandi í þeirri tækni. Margir óttast hakkara í kerfum sem þessum, í ljósi þess segir Hjörtur mikilvægt að velja vel með hverjum er farið í samstarf.

Hjörtur segist ekki í vafa um það að Íslendingar muni fagna þessari nýjung. „Íslendingar eru frekar fljótir til, og símaeign og símanotkun er með því mesta sem er í heiminum, því held ég að þetta muni nýtast íslenskum markaði mjög vel.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
11,42
18
517.494
MARL
3,85
23
1.096.084
ORIGO
2,37
9
40.243
N1
1,72
3
47.156
SKEL
1,41
6
119.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
0
1
18.150