Viðskipti innlent

Lofar engu um bensínverð að svo stöddu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Steve Pappas, aðstoaðrforstjóri Costco í Evrópu.
Steve Pappas, aðstoaðrforstjóri Costco í Evrópu. Vísir
Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um verðið á bensíni hjá Costco. Dælur hafa verið í prófun og starfsmenn í þjálfun undanfarna daga og stendur enn yfir. Mögulegt sé að bensínstöðin verði opnuð ófromlega í aðdraganda formlegrar opnunar Costco á þriðjudag.

Eins og Vísir greindi frá í hádeginu í dag sýna bensíndælur Costco við Kauptún í Garðabæ bensínverðið 169,90 krónur á lítrann. Díselverðið á dælunum er 164,90 krónur. Verðið hefur vakið mikla athygli og ljóst að margir binda vonir við að risinn bjóði upp á lægra verð á beníni en áður.

 

Verðið á dælum Costco í morgun.Vísir/Ernir
Verðið vekur ekki síst athygli því bensínverð hefur ekki verið undir 170 krónur frá árinu 2009. 

Pappas segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að ekkert sé ákveðið með bensínverð hjá Costco.

„Verðin verða birt við opnun,“ segir Pappas. „Ég er ekki tilbúinn að tjá mig um mögulegt verð á þessari stundu. Það þarf samt ekki að taka fram að það er markmið okkar að hjálpa meðlimum okkar að spara peninga þegar þeir versla hjá Costco, það gildir einnig um bensín og dísel.

Verslun Costco verður opnuð á þriðjudagsmorgun klukkan 9. Bensínstöðin opni mögulega fyrr en þó ekki fyrr en tryggt sé að allt gangi snurðulaust fyrir sig fyrir meðlimi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×