Golf

Ragnhildur með fjögurra högga forystu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnhildur er á einu höggi undir pari.
Ragnhildur er á einu höggi undir pari. Mynd/seth@golf.is

Veðrið lék við keppendur á fyrsta keppnisdeginum af þremur á Egils Gullmótinu sem hófst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Mótið er þriðja mótið á keppnistímabilinu 2016-17 á Eimskipsmótaröðinni.

Aðstæður hjá Golfklúbbi Suðurnesja eru frábærar og keppnisvöllurinn í gríðarlega góðu ástandi miðað við árstíma. Góð skor skiluðu sér í hús í dag og léku alls níu kylfingar undir pari vallar og þar af átta í karlaflokknum.

Í kvennaflokknum er Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR í efsta sæti en hún er stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2016. Ragnhildur lék á -1 eða 71 höggi og er hún með fjögurra högga forskot á Gunnhildi Kristjánsdóttur úr GK.

Þrír kylfingar deila efsta sætinu í karlaflokknum og þar af er einn 15 ára kylfingur úr GR. Dagbjartur Sigurbrandsson heitir drengurinn og lék hann lék á -3 líkt og Gunnar Smári Þorsteinsson sem er 21 árs og Hlynur Bergsson úr GKG sem er 19 ára.

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 71 (-1)
2. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK 75 (+3)
3.-5. Berglind Björnsdóttir, GR 77 (+5)
3.-5. Saga Traustadóttir, GR 77(+5)
3.-5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 77 (+5)

Staða efstu kylfingar í karlaflokki:
1.-3. Gunnar Smári Þorsteinsson, GR 69 (-3)
1.-3. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 69 (-3)
1.-3. Hlynur Bergsson, GKG 69 (-3)
4. Stefán Már Stefánsson, GR 70 (-2)
5.-8. Dagur Ebenezersson, GM 71 (-1)
5.-8.Theodór Emil Karlsson, GM 71 (-1)
5.-8. Ingvar Andri Magnússon, GR 71 (-1)
5.-8. Nökkvi Gunnarsson, NK 71 (-1)
9.-11. Henning Darri Þórðarson, GK 72
9.-11. Víðir Steinar Tómasson, GA 72
9.-11. Benedikt Sveinsson, GK 72Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira