Enski boltinn

Fórnarlamb á samfélagsmiðlum þökk sé snilldarspyrnu Gylfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spænski leikmaðurinn Ander Herrera í liði Manchester United fékk svolítið að heyra það á samfélagsmiðlum eftir enn einn jafnteflisleik Manchester United á Old Trafford í vetur.

Ander Herrera getur kennt frábærri aukaspyrnu íslenska landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar um það því Spánverjinn steig hreinlega inn í einskismannsland í aukaspyrnu Gylfa.

Ander Herrera stillti sér fyrst upp á annarri stönginni þegar Gylfi var að undirbúa spyrnu sinna en tók svo þá ákvörðun að fara frá markinu að því virtist til þess að reyna að gera sóknarmenn Swansea rangstæða.

Það tókst þó ekki betur til en það Gylfi skaut boltanum með stórglæsilegum hætti í „hornið“ hans Ander Herrera og tryggði Swansea með því mikilvægt stig.

Gylfi var tekin í viðtal hjá heimasíðu Swansea eftir leikinn þar sem hann ræddi meðal annars þessa undarlegu varnartilþrif Ander Herrera.

„Ég var segja liðsfélögunum að fara nær markverðinum af því Ander Herrera var á marklínunni og þeir hefðu því ekki verið rangstæðir,“ sagði Gylfi en bætti við:

„Svo held ég að þeir hafi séð mig benda á markvörðinn og þá koma hann hlaupandi út úr markinu. Ég var búinn að ákveða það að koma boltanum yfir vegginn og reyna að hitta markið,“ sagði Gylfi.

„Það er frábær tilfinning að skora svona mark ekki síst þar sem þetta var á þessum velli og útaf því í hvernig stöðu við erum. Þetta var mjög mikilvægt mark og skilaði sem betur fer einu stigi,“ sagði Gylfi. *

Það má sjá markið hans í spilaranum hér fyrir ofan og hlusta á viðtalið við hann hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Árlegt hjá Gylfa á Old Trafford

Aukaspyrnumark Gylfa Þórs Sigurðssonar tryggði Swansea City stig gegn Manchester United á Old Trafford. Hann hefur nú skorað á þessum velli þrjú ár í röð. Stigið sem Gylfi tryggði gæti reynst Svönunum dýrmætt.

Gylfi í liði umferðarinnar hjá ESPN

Gylfi Þór Sigurðsson er í liði umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni hjá ESPN fyrir frammistöðu sína í leik Swansea City og Manchester United í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×