Viðskipti innlent

Vilja leigja túristum GPS-armbönd

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Óttar, Herdís, Jón Atli og Kristín.
Óttar, Herdís, Jón Atli og Kristín. Aðsend mynd
Fjórir nemendur úr Háskólanum í Reykjavík vilja koma upp sjálfsölum við helstu ferðamannastaði landsins þar sem ferðamönnum verður boðið að leigja armbönd. Armböndin verða útbúin GPS-búnaði og munu geta sent neyðarmerki til björgunarsveita.

„Okkur langar að efla fræðslu um hvað íslensk náttúra getur verið hverful. Þar sem margir hafa upplifað ýmsar hremmingar í náttúru Íslands teljum við þörf fyrir að tryggja öryggi túrista og Íslendinga betur. Ekki bara fyrir þá sem stunda útivist heldur líka fyrir þá sem ferðast almennt um landið,“ segir Jón Atli Tómasson, einn nemendanna.

Ásamt honum standa þau Óttar Ásbjörnsson, Herdís Rún Halldórsdóttir og Kristín Sóley Ingvarsdóttir að verkefninu.

Þá segir Jón Atli að armbandið muni koma til með að vera högghelt, vatnshelt og rykhelt til að þola íslenskt veður og náttúru. „Þessar stöðvar gera fólki mögulegt að leigja armbönd fyrir mjög hógvært gjald.“ 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×