Viðskipti innlent

Skórisi skoðar samruna við Ellingsen

Haraldur Guðmundsson skrifar
S4S á meðal annars skóverslunina Steinar Waage.
S4S á meðal annars skóverslunina Steinar Waage. vísir/ernir

Heildverslunin S4S ehf., sem á meðal annars Steinar Waage, Ecco, Kaupfélagið og Skór.is, skoðar samruna við Ellingsen samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Markaðurinn greindi frá því í febrúar að fjárfestingarfélagið Sjávarsýn í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Glitnis, hefði keypt 26 prósenta hlut í S4S í október. Sjávarsýn á meðal annars útivistarvöruverslunina Ellingsen.

Beðið er eftir áliti Samkeppniseftirlitsins um samrunann áður en ákveðið verður með hann.

Stærsti hluthafi sameinaða félagsins yrði Pétur Þór Halldórsson, sem nú er stærsti eigandi S4S, og á um 50 prósenta hlut í félaginu. Aðrir hluthafar í S4S eru Hermann Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Georg Kristjánsson en þeir eiga sín tólf prósentin hvor. S4S var rekið með 111 milljóna króna hagnaði árið 2015.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.