Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2017 13:00 Jón Arnór Stefánsson, 34 ára, og Thelma Dís Ágústsdóttir, 18 ára, eru bestu leikmenn Domino´s-deildanna. vísir/anton brink/ernir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Íslandsmeistara KR í Domino´s-deild karla í körfubolta og Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í Domino´s-deild kvenna kvenna, voru kjörnir bestu leikmenn tímabilsins en körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði úti á Granda í hádeginu í dag. Jón Arnór leiddi KR-liðið til fjórða Íslandsmeistaratitilsins í röð en þetta er sá þriðji sem hann vinnur á ferlinum. Jón Arnór var einnig valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir einvígið á móti Grindavík í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Jón Arnór er eini KR-ingurinn í úrvalsliðinu en það skipa einnig Matthías Orri Sigurðarson úr ÍR, Logi Gunnarsson úr Njarðvík, Ólafur Ólafsson úr Grindavík og Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sem kom öllum á óvart með því að koma Grindavíkurliðinu í oddaleik um Íslandsmeistaratitiilinn, var kjörinn þjálfari ársins en það eru þjálfarar deildarinnar sem velja það. Önnur verðlaun eru kosin af leikmönnum og sérstakri dómnefnd. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR var kjörinn besti ungi leikmaðurinn, Hlynur Bæringsson var varnarmaður ársins, Tryggvi Snær Hlinason úr Þór var prúðasti leikmaðurinn og Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, var besti erlendi leikmaðurinn í vetur.Jóhann Þór Ólafsson, Grindavík, og Sverrir Þór Sverrrisson, Keflavík, eru bestu þjálfarar vetrarins.vísir/anton brink/eyþórThelma Dís Ágústsdóttir, sem var nú var kjörin besti leikmaður Domino´s-deildarinar kvenna, var besti ungi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Thelma var frábær í vetur en hún bætti sinn leik mikið í úrslitakeppninni og fór fyrir Keflavíkurliðinu sem stóð uppi sem Íslandsmeistari. Hún er önnur af tveimur stúlkum úr Keflavíkurliðinu sem eru í úrvalsliði vetrarins en í því eru einnig Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími og Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Stjörnunni. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var kjörinn besti þjálfari deildarinnar, en leikmenn hans sópuðu svo sannarlega að sér verðlaunum. Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík var kjörin besti ungi leikmaður deildarinnar en hún er aðeins sextán ára gömul. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var besti varnarmaðurinn og Ariana Moorer besti erlendi leikmaður vetrarins í kvennaboltanum. Salbjörg Ragna var einnig kjörin prúðasti leikmaðurinn en það eru dómarar deildarinnar sem kjósa til um þann heiður. Dómari ársins var svo á endanum kjörinn Sigmundur Már Herbertsson. Róbert Sigurðsson úr Fjölni var kjörinn besti leikmaður ársins í 1. deild karla og Sóllilja Bjarnadóttir besti leikmaður 1. deildar kvenna en öll verðlaun vetrarins má finna hér að neðan.Domino´s deild karla 2016-17:Úrvalslið Matthías Orri Sigurðarson ÍR Logi Gunnarsson Njarðvík Jón Arnór Stefánsson KR Ólafur Ólafsson Grindavík Hlynur Bæringsson StjarnanLeikmaður ársins Jón Arnór Stefánsson KRÞjálfari ársins Jóhann Þór Ólafsson GrindavíkBesti ungi leikmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson KRVarnarmaður ársins Hlynur Bæringsson StjarnanBesti erlendi leikmaður ársins Amir Stevens KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Tryggvi Hlinason Þór Ak.1. deild karla 2016-17:Úrvalslið Róbert Sigurðsson Fjölnir Austin Bracey Valur Ragnar Gerald Albertsson Höttur Örn Sigurðarson Hamar Mirko Virijevic HötturLeikmaður ársins Róbert Sigurðsson FjölnirÞjálfari ársins Viðar Hafsteinsson HötturBesti ungi leikmaðurinn Hilmar Pétursson HamarDomino´s deild kvenna 2016-17:Úrvalslið Berglind Gunnarsdóttir Snæfell Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrímur Ragna Margrét Brynjarsdóttir StjarnanLeikmaður ársins Thelma Dís Ágústsdóttir KeflavíkÞjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson KeflavíkBesti ungi leikmaðurinn Birna Benónýsdóttir KeflavíkVarnarmaður ársins Salbjörg Sævarsdóttir KeflavíkBesti erlendi leikmaður ársins Ariana Moorer KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Salbjörg Sævarsdóttir Keflavík1. deild kvenna: Úrvalslið Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik Telma Lind Ásgeirsdóttir Breiðablik Unnur Lára Ásgeirsdóttir Þór Ak. Rut Herner Konráðsdóttir Þór Ak. Isabella Ósk Sigurðardóttir BreiðablikLeikmaður ársins Sóllilja Bjarnadóttir BreiðablikÞjálfari ársins Hildur Sigurðardóttir BreiðablikBesti ungi leikmaðurinn Ásta Júlía Grímsdóttir KRDómari ársins 2016-17 Sigmundur Már Herbertsson Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Íslandsmeistara KR í Domino´s-deild karla í körfubolta og Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í Domino´s-deild kvenna kvenna, voru kjörnir bestu leikmenn tímabilsins en körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði úti á Granda í hádeginu í dag. Jón Arnór leiddi KR-liðið til fjórða Íslandsmeistaratitilsins í röð en þetta er sá þriðji sem hann vinnur á ferlinum. Jón Arnór var einnig valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir einvígið á móti Grindavík í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Jón Arnór er eini KR-ingurinn í úrvalsliðinu en það skipa einnig Matthías Orri Sigurðarson úr ÍR, Logi Gunnarsson úr Njarðvík, Ólafur Ólafsson úr Grindavík og Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sem kom öllum á óvart með því að koma Grindavíkurliðinu í oddaleik um Íslandsmeistaratitiilinn, var kjörinn þjálfari ársins en það eru þjálfarar deildarinnar sem velja það. Önnur verðlaun eru kosin af leikmönnum og sérstakri dómnefnd. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR var kjörinn besti ungi leikmaðurinn, Hlynur Bæringsson var varnarmaður ársins, Tryggvi Snær Hlinason úr Þór var prúðasti leikmaðurinn og Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, var besti erlendi leikmaðurinn í vetur.Jóhann Þór Ólafsson, Grindavík, og Sverrir Þór Sverrrisson, Keflavík, eru bestu þjálfarar vetrarins.vísir/anton brink/eyþórThelma Dís Ágústsdóttir, sem var nú var kjörin besti leikmaður Domino´s-deildarinar kvenna, var besti ungi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Thelma var frábær í vetur en hún bætti sinn leik mikið í úrslitakeppninni og fór fyrir Keflavíkurliðinu sem stóð uppi sem Íslandsmeistari. Hún er önnur af tveimur stúlkum úr Keflavíkurliðinu sem eru í úrvalsliði vetrarins en í því eru einnig Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími og Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Stjörnunni. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var kjörinn besti þjálfari deildarinnar, en leikmenn hans sópuðu svo sannarlega að sér verðlaunum. Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík var kjörin besti ungi leikmaður deildarinnar en hún er aðeins sextán ára gömul. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var besti varnarmaðurinn og Ariana Moorer besti erlendi leikmaður vetrarins í kvennaboltanum. Salbjörg Ragna var einnig kjörin prúðasti leikmaðurinn en það eru dómarar deildarinnar sem kjósa til um þann heiður. Dómari ársins var svo á endanum kjörinn Sigmundur Már Herbertsson. Róbert Sigurðsson úr Fjölni var kjörinn besti leikmaður ársins í 1. deild karla og Sóllilja Bjarnadóttir besti leikmaður 1. deildar kvenna en öll verðlaun vetrarins má finna hér að neðan.Domino´s deild karla 2016-17:Úrvalslið Matthías Orri Sigurðarson ÍR Logi Gunnarsson Njarðvík Jón Arnór Stefánsson KR Ólafur Ólafsson Grindavík Hlynur Bæringsson StjarnanLeikmaður ársins Jón Arnór Stefánsson KRÞjálfari ársins Jóhann Þór Ólafsson GrindavíkBesti ungi leikmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson KRVarnarmaður ársins Hlynur Bæringsson StjarnanBesti erlendi leikmaður ársins Amir Stevens KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Tryggvi Hlinason Þór Ak.1. deild karla 2016-17:Úrvalslið Róbert Sigurðsson Fjölnir Austin Bracey Valur Ragnar Gerald Albertsson Höttur Örn Sigurðarson Hamar Mirko Virijevic HötturLeikmaður ársins Róbert Sigurðsson FjölnirÞjálfari ársins Viðar Hafsteinsson HötturBesti ungi leikmaðurinn Hilmar Pétursson HamarDomino´s deild kvenna 2016-17:Úrvalslið Berglind Gunnarsdóttir Snæfell Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrímur Ragna Margrét Brynjarsdóttir StjarnanLeikmaður ársins Thelma Dís Ágústsdóttir KeflavíkÞjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson KeflavíkBesti ungi leikmaðurinn Birna Benónýsdóttir KeflavíkVarnarmaður ársins Salbjörg Sævarsdóttir KeflavíkBesti erlendi leikmaður ársins Ariana Moorer KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Salbjörg Sævarsdóttir Keflavík1. deild kvenna: Úrvalslið Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik Telma Lind Ásgeirsdóttir Breiðablik Unnur Lára Ásgeirsdóttir Þór Ak. Rut Herner Konráðsdóttir Þór Ak. Isabella Ósk Sigurðardóttir BreiðablikLeikmaður ársins Sóllilja Bjarnadóttir BreiðablikÞjálfari ársins Hildur Sigurðardóttir BreiðablikBesti ungi leikmaðurinn Ásta Júlía Grímsdóttir KRDómari ársins 2016-17 Sigmundur Már Herbertsson
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira