Lífið

Svala komst ekki í úrslit Eurovision

Birgir Olgeirsson skrifar
Svala Björgvinsdóttir á sviði í Kænugarði.
Svala Björgvinsdóttir á sviði í Kænugarði. Vísir/EPA
Svala Björgvinsdóttir verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardagskvöld. Svala flutti lagið Paper í fyrri undanriðli keppninnar í Kænugarði í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem fóru áfram. Þetta er þriðja árið í röð sem Ísland kemst ekki í úrslit.

 

Þær þjóðir sem komust áfram eru:

  • Moldavía
  • Aserbaídsjan
  • Grikkland
  • Svíþjóð
  • Portúgal
  • Pólland
  • Armenía
  • Ástralía
  • Kýpur
  • Belgía
Í fyrra fór Greta Salóme í Eurovision fyrir Íslands hönd með lagið Hear Them Callin. Hún komst ekki áfram.

Árið 2015 fór María Ólafsdóttir í Eurovision með lagið Unbroken og komst ekki áfram.

Sjö sinnum í röð fór Ísland í úrslit Eurovision árin á undan.

Árið 2014 fór Pollapönk í úrslit með lagið No Prejudice

Árið 2013 fór Eyþór Ingi Gunnlaugsson í úrslit með lagið Ég á líf

Árið 2012 fóru Greta Salóme og Jónsi í úrslit Eurovision með lagið Never Forget

Árið 2011 fóru Vinir Sjonna í úrslit með lagið Coming Home

Árið 2010 fór Hera Björk í úrslit með lagið Je ne sais Quoi

Árið 2009 fór Jóhanna Guðrún í úrslit með lagið Is it True?

Árið 2008 fór Eurobandið í úrslit með lagið This Is My Life


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×