Viðskipti innlent

Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami

Haraldur Guðmundsson skrifar
WOW air keypti í fyrra þrjár breiðþotur af gerðinni Airbus A330.
WOW air keypti í fyrra þrjár breiðþotur af gerðinni Airbus A330. Mynd/Aðsend

„Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður.

Að sögn Svönu er ein af þremur Airbus A330 breiðþotum WOW air mikið skemmd eftir atvikið sem varð í óveðrinu á annan í páskum. Farþegar sem áttu bókað heim á þriðjudag höfðu um miðjan dag í gær ekki enn getað innritað sig í flug en fyrirtækið þurfti að leigja aðra breiðþotu sem á að flytja flesta þeirra hingað til lands í dag. Vélin fór út seinnipartinn í gær með þá farþega sem áttu að fara til bandarísku borgarinnar á mánudag og höfðu ekki afbókað. Óánægður viðskiptavinur WOW, sem hafði samband við Fréttablaðið, hafði áhyggjur af því að hann kæmist ekki heim með vélinni í dag og kvartaði undan upplýsingagjöf flugfélagsins.

„Við óskuðum eftir sjálfboðaliðum sem vildu fresta heimför og það gengur mjög vel. Allir þeir farþegar sem áttu að fara heim á þriðjudaginn fara heim með vélinni á morgun [í dag]. En það eru auðvitað margir sem eru til í að vera lengur í sólinni úti í Miami og verða þá lengur,“ segir Svana.

Aðspurð á hversu marga farþega seinkanirnar höfðu áhrif segist Svana ekki hafa upplýsingar um það. Hún segir að ekki sé búið að leggja endanlegt mat á tjónið á breiðþotunni sem tekur 350 í sæti og bættist í flota WOW air í fyrra. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
N1
1,3
1
58
MARL
0,79
6
395.130
SKEL
0,61
2
15.435
HAGA
0,39
2
30.323
REITIR
0,29
6
74.905

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,82
7
41.584
REGINN
-1,39
6
69.554
SJOVA
-1,23
7
95.955
EIK
-0,92
7
95.752
ORIGO
-0,67
1
777