Erlent

Minnst fimmtíu hermenn féllu í árás Talibana

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Yfirvöld í Afganistan hafa sent liðstyrk til borgarinnar.
Yfirvöld í Afganistan hafa sent liðstyrk til borgarinnar. Vísir/afp
Minnst fimmtíu afganskir hermenn eru látnir eftir að skæruliðar Talibana gerðu árás á herstöð í Balkh-héraði Afganistan fyrr í dag.

Í frétt BBC segir að skæruliðarnir hafi klæðst herbúningum og þannig komist inn í herstöðina áður en árásin hófst.

Talsmaður bandaríkjahers í Afganistan segir að árásin hafi verið töluverð og líklegt sé að fleiri en 50 hafi látist í henni.

Herstöðin er staðsett í borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan en herstöðin er aðalbækistöð herliðsins sem sér um að gæta öryggis í Kunduz-héraði, þar sem mikil átök hafa geisað undanfarna mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×