Erlent

Fá að skíra dóttur sína Allah

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hér má sjá fæðingarvottorð stúlkunnar.
Hér má sjá fæðingarvottorð stúlkunnar. Mynd/ACLU
Foreldrar eins árs gamallar stúlku í Georgíu-ríki Bandaríkjanna hafa haft betur gegn yfirvöldum í ríkinu sem neituðu að samþykkja að henni yrði gefið nafnið Allah. BBC greinir frá.

Yfirvöld í ríkinu höfðu neitað að gefa út fæðingarvottorð fyrir stúlkuna sem foreldarnir höfðu nefnt ZalyKha Graceful Lorraina Allah á þeim forsendum að hvorugt foreldrið bæri eftirnafnið Allah.

Vildu embættismenn að barnið fengi eftirnafn eða nöfn foreldra sinna sem heita Elizabeth Handy og Bilal Walk. Mannréttindasamtök í Bandaríkjunum, sem aðstoðuðu foreldrana í dómsmálinu gegn ríkinu segja niðurstöðina mikinn sifur fyrir tjáningarfrelsi í Bandaríkjunum.

Samkvæmt lögum í Georgíu-ríki þurfa embættismenn að samþykkja hvaða nafn sem er svo lengi sem það telst ekki vera ögrandi eða móðgandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×