Erlent

Þyngsta kona heims léttist um 250 kíló

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hún hafði ekki yfirgefið heimili sitt í 20 ár.
Hún hafði ekki yfirgefið heimili sitt í 20 ár. Vísir/AFP
Egypska konan Eman Ahmed Abd El Aty, sem sögð er hafa verið þyngsta kona í heimi, hefur lést um 250 kíló á þremur mánuðum frá því að hún fór í meðferð vegna offitu á Indlandi.

Fréttastofa AFP greinir frá og hefur eftir læknum hennar í Indlandi að framfarir hennar séu gríðarlega miklar á skömmum tíma.

Abd El Aty, vó um fimm hundruð kíló áður en hún hélt til Indlands í hjáveituaðgerð á maga. Hún hafði ekki yfirgefið heimili sitt í Alexandríu í tvo áratugi áður en hún fór til Indlands í flugvél sem breytt hafði verið til þess að koma henni fyrir.

Missti hún um 100 kíló á einum mánuði eftir að aðgerðin var framkvæmd og hefur henni, líkt og áður sagði, tekist að losa sig við 250 kíló, á þremur mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×