Erlent

Rússaflug í grennd við Bandaríkin færast í aukana

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rússneskar herflugvélar
Rússneskar herflugvélar Vísir/Getty
Bandarískar og kanadískar herflugvélar hafa í fjórgang flogið til móts við rússneskar herflugvélar undan ströndum Alaska á jafnmörgum dögum.

Flugvélarnar flugu aldrei inn í lofthelgi Bandaríkjanna. Engin hernaðarhætta stafar af flugvélunum en embættismenn innan bandaríska varnamálaráðuneytisins telja engu að síður eftirtektarvert hversu mikið tíðni þessar flugferða hefur aukist í vikunni.

Í samtali við CNN sagði einn embættismaður að ekki væri hægt að túlka þessi Rússaflug, líkt og þau voru gjarnan kölluð á tímum Kalda stríðsins, öðruvísi en svo en að Rússar væru að senda ákveðin skilaboð til Bandaríkjanna.

Rússneskum herflugvélum hefur ekki verið flogið svo nærri Bandaríkjum síðan 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×