Erlent

Biðja foreldra að hætta símaglápi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Samkvæmt könnunninni töldu 82 prósent ungmenna að matmálstímar ættu að vera snjalltækjalausir.
Samkvæmt könnunninni töldu 82 prósent ungmenna að matmálstímar ættu að vera snjalltækjalausir. Vísir/Getty
Ofnotkun foreldra á farsímum hefur slæm áhrif á fjölskyldulífið, samkvæmt nýrri könnun meðal unglinga í Bretlandi.

BBC segir yfir þriðjung 11 til 18 ára ungmenna hafa þurft að biðja foreldra sína að leggja símann frá sér.

Um 14 prósent sögðu að foreldrar þeirra væru í símanum á matmálstímum en 95 prósent þeirra foreldra sem tóku þátt í könnuninni sögðust ekki gera það.

Um 82 prósent ungmenna töldu að matmálstímar ættu að vera snjalltækjalausir. 22 prósent sögðu að sökum farsímanotkunar gæti fjölskyldan ekki notið tímans saman. Um 44 prósent foreldra sem voru beðnir að leggja símann frá sér urðu að sögn barnanna reið eða komust í uppnám.

Einungis 10 prósent foreldra töldu að farsímanotkun þeirra ylli börnum þeirra áhyggjum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×