Erlent

Taílenskur maður myrti unga dóttur sína í beinni á Facebook

Atli Ísleifsson skrifar
Facebook hefur nú fjarlægt upptöku mannsins.
Facebook hefur nú fjarlægt upptöku mannsins. Vísir/Getty
Taílenskur maður sýndi beint frá því á Facebook þegar hann myrti ellefu mánaða gamla dóttur sína áður en hann svipti sig lífi. Lögregla í Taílandi greindi frá málinu fyrr í dag.

Í frétt BBC kemur fram að maðurinn, 21 árs, hafi sett snöru um háls dóttur sinnar og lét hana falla af þaki yfirgefins hotels í Phuket fyrr í dag. Hann sótti svo lík stúlkunnar og hengdi síðan sjálfan sig.

Facebook hefur nú fjarlægt upptöku mannsins en maðurinn á að hafa rifist við eiginkonu sína fyrr um daginn.

Fjölskylda mannsins gerði lögreglu viðvart eftir að hafa séð hvað maðurinn var að gera, en mætti þó of seint á vettvang til að bjarga lífi stúlkunnar og mannsins.

Talsmaður Facebook segir að stöðugt sé verið að leita leiða til að gera síðuna örygga en fyrr í mánuðinum rataði mál Bandaríkjamanns í Cleveland í fréttirnar þar sem hann myrti mann í beinni útsendingu á Facebook.


Tengdar fréttir

Zuckerberg tjáir sig um Facebook-morðið í Cleveland

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að hann og allir starfsmenn fyrirtækisins samhryggist fjölskyldu og vinum Robert Goodwin sem skotinn var til bana í Cleveland í Ohio á föstudaginn langa en morðinginn, Steve Stevens, sýndi frá morðinu á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×