Erlent

Netanyahu neitar að funda með utanríkisráðherra Þýskalands

Atli Ísleifsson skrifar
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Vísir/AFP
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur aflýst fyrirhuguðum fundi með Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands, sem nú er staddur í Miðausturlöndum.

Netanyahu ákvað að aflýsa fundinum eftir að hann frétti að Gabriel hugðist funda með fulltrúum mannréttindasamtakanna B'Tselem og Rjúfið þögnina í Ísrael sem hafa gagnrýnt aðgerðir Ísraela á palestínsku heimastjórnarsvæðunum.

AP greinir frá því að Netanyahu hafi sett Gabriel úrslitakosti – annað hvort að aflýsa fundunum með fulltrúum samtakanna eða þá að fá ekki fund með forsætisráðherranum.

Gabriel bendir á að það væri óhugsandi að sama staða væri uppi ef hlutverkinum væri víxlað – að Gabriel myndi aflýsa fundi með Netanyahu ef sá hefði fundað með fulltrúum samtaka sem væru gagnrýnin á stjórnvöld í Þýskalandi.

Í ferð sinni í Ísrael hyggst Gabriel einnig funda með Reuven Rivlin Ísraelsforseta síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×