Erlent

May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Theresa May.
Theresa May. vísir/epa
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í kjölfarið að ummæli Merkel undirstrikuðu í hversu erfiðar samningaviðræður stefndi. „Á sama tíma og hin 27 ríki Evrópusambandsins raða sér upp á móti okkur sjáum við andstæðing okkar leitast við að spilla viðræðum,“ sagði May og vísaði til afstöðu Verkamannaflokksins.

Verkamannaflokkurinn, undir forystu Jeremys Corbyn, hefur áður sagt að Íhaldsflokkur May fari fram af of mikilli hörku í viðræðunum um útgöngu úr ESB.

Kosið verður í Bretlandi þann áttunda júní. Mælist Íhaldsflokkurinn með umtalsvert forskot á Verkamannaflokkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×