Ráðherrar ósammála um hvort einkavæða eigi Leifsstöð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2017 21:37 Ekki virðist vera einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvort einkavæða eigi flugstöð Leifs Eiríkssonar. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ekki hrifinn af hugmyndinni en Jón Gunnarsson samgönguráðherra telur hana vera vænlegan kost. Heimir Már Pétursson ræddi við Jón og Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst það áhugavert að einhver skuli nefna þetta, vegna þess að menn hafa verið að nefna að það séu verðmæti hérna upp á 1-200 milljarða og þá eru menn að tala um reksturinn á flugstöðinni. Það er þá ekki ónýtt fyrir þjóðina að eiga þennan varasjóð, alveg eins og við eigum Landsvirkjun, sem ég talaði um i´gær að við erum ekki með nein áform um að selja. Þetta gefur af sér góðan arð og það er auðvitað það sem skiptir miklu máli fyrir þjóðina,“ segir Benedikt.Hér eru tekin auðvitað lán fyrir þessum miklu framkvæmdum en það er ekki gert með ríkisábyrgð? „Nei sem betur fer þá er þetta orðið svo stöndugt fyrirtæki að það eru bara tekin veð í tekjum stöðvarinnar sjálfrar og þeir sem lána hafa bara fulla trú á þessum rekstri. Enda hefur það sýnt sig að ár frá ári þá aukast tekjurnar stöðugt.“ Jón Gunnarsson samgönguráðherra tekur ekki í sama streng og telur að það sé vert að skoða hvort að ástæða sé að ríkið reki flugstöðina. „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það,“ segir Jón.Þær eru allar án ríkisábyrgðar, þær eru teknar með veði í tekjum stöðvarinnar. „Já en þetta er orðin mikil eign. Spurningin er viljum við eiga það í flugstöð eða viljum við eiga það mögulega í spítala eða betri vegum eða einhverju öðru? Það finnst mér vera umræðunnar virði og ég held við ættum að skoða það hvort að það sé, við þær aðstæður þar sem við erum að reyna að byggja upp og leggja áherslu á uppbyggingu innviða, að það sé svo mikið fé bundið í þessari flugstöð að það gæti jafnvel verið betur komið i einhverju sem er okkur nærtækara í okkar daglega lífi hér á Íslandi og myndi nýtast okkur þar.“ Alþingi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Ekki virðist vera einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvort einkavæða eigi flugstöð Leifs Eiríkssonar. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ekki hrifinn af hugmyndinni en Jón Gunnarsson samgönguráðherra telur hana vera vænlegan kost. Heimir Már Pétursson ræddi við Jón og Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst það áhugavert að einhver skuli nefna þetta, vegna þess að menn hafa verið að nefna að það séu verðmæti hérna upp á 1-200 milljarða og þá eru menn að tala um reksturinn á flugstöðinni. Það er þá ekki ónýtt fyrir þjóðina að eiga þennan varasjóð, alveg eins og við eigum Landsvirkjun, sem ég talaði um i´gær að við erum ekki með nein áform um að selja. Þetta gefur af sér góðan arð og það er auðvitað það sem skiptir miklu máli fyrir þjóðina,“ segir Benedikt.Hér eru tekin auðvitað lán fyrir þessum miklu framkvæmdum en það er ekki gert með ríkisábyrgð? „Nei sem betur fer þá er þetta orðið svo stöndugt fyrirtæki að það eru bara tekin veð í tekjum stöðvarinnar sjálfrar og þeir sem lána hafa bara fulla trú á þessum rekstri. Enda hefur það sýnt sig að ár frá ári þá aukast tekjurnar stöðugt.“ Jón Gunnarsson samgönguráðherra tekur ekki í sama streng og telur að það sé vert að skoða hvort að ástæða sé að ríkið reki flugstöðina. „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það,“ segir Jón.Þær eru allar án ríkisábyrgðar, þær eru teknar með veði í tekjum stöðvarinnar. „Já en þetta er orðin mikil eign. Spurningin er viljum við eiga það í flugstöð eða viljum við eiga það mögulega í spítala eða betri vegum eða einhverju öðru? Það finnst mér vera umræðunnar virði og ég held við ættum að skoða það hvort að það sé, við þær aðstæður þar sem við erum að reyna að byggja upp og leggja áherslu á uppbyggingu innviða, að það sé svo mikið fé bundið í þessari flugstöð að það gæti jafnvel verið betur komið i einhverju sem er okkur nærtækara í okkar daglega lífi hér á Íslandi og myndi nýtast okkur þar.“
Alþingi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira