Erlent

Hryðjuverkaárásin í Stokkhólmi: Kona á sjötugsaldri lést af völdum sára sinna

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir að konan hafi komið frá borginni Trollhättan.
Lögregla segir að konan hafi komið frá borginni Trollhättan. Vísir/AFP
Sænsk kona á sjötugsaldri lést á sjúkrahúsi í morgun af völdum sára sem hún hlaut í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi fyrir þremur vikum. Lögregla í Svíþjóð greindi frá þessu í morgun. 

Konan varð fimmta fórnarlamb hins 39 ára Úsbeka, Rakhmat Akilov, sem hefur viðurkennt að hafa ekið vörubíl á gangandi vegfarendur niður verslunargötuna Drottninggatan þann 7. apríl síðastliðinn.

Lögregla segir að konan hafi komið frá borginni Trollhättan, starfað hjá sveitarfélaginu og verið virk í stjórnmálum. Sérstök minningarstund fer fram á vinnustað konunnar síðar í dag.

Áður hafði verið greint frá því að hinar sænsku Ebba Åkerlund, ellefu ára, og Lena Wahlberg, 69 ára, ásamt hinni belgísku Maïlys Dereymaeker, 31 árs, og hinum breska Chris Bevington, 41 árs, hafi látist í árásinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×