Viðskipti erlent

Öllum Kiwi-verslunum lokað í Danmörku

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrsta Kiwi-verslunin opnaði fyrir níu árum eða árið 2008.
Fyrsta Kiwi-verslunin opnaði fyrir níu árum eða árið 2008. Wikipedia
Öllum lágvöruverðsverslunum Kiwi verður lokað í Danmörku eftir margra ára hallarekstur. Frá þessu var greint í morgun en keðjan hefur rekið 103 verslanir í Danmörku.

Frá þessu segir í frétt DR, en fyrsta Kiwi-verslunin opnaði fyrir níu árum eða árið 2008.

Per Thau, framkvæmdastjóri móðurfélagsins Dagrofa, segir að samkeppnin hafi reynst keðjunni erfið. Hafi verið tekin ákvörðun um að loka verslununum þar sem stjórn Dagrofa hafi ekki séð fram á að geta snúið við rekstrinum.

Um þrjátíu af 103 Kiwi-verslunum verður breytt í Meny eða Spar verslunum sem einnig eru í eigu Dagrofa.

Lokun verslananna hefur áhrif á um 2.400 starfsmenn, en um þriðjungi starfsmanna verður boðið að starfa áfram í Meny- eða Sparverslunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×