Erlent

Ömmu verði borgað fyrir barnagæsluna

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Dönsk stjórnvöld vilja að foreldrar í vaktavinnu fái styrk til að greiða ömmu fyrir barnagæslu þegar leikskólinn er lokaður.
Dönsk stjórnvöld vilja að foreldrar í vaktavinnu fái styrk til að greiða ömmu fyrir barnagæslu þegar leikskólinn er lokaður. vísir/vilhelm
Danska ríkisstjórnin hyggst koma til móts við foreldra sem báðir vinna vaktavinnu. Vinnutími fólks sem vinnur slíka vinnu stangast oft á við þann tíma sem leikskólar og aðrar gerðir dagvistunarúrræða fyrir börn eru opin á daginn.

Af þeim ástæðum leggja dönsk stjórnvöld til að foreldrar í vaktavinnu og einstæðir foreldrar fái sérstakan fjárhagsstuðning frá hinu opinbera til þess að geta greitt ömmum eða barnapíum fyrir gæslu barnanna þegar dagvistunarstofnanir hafa lokað á daginn.

Talsmaður Jafnaðarmannaflokksins þar í landi vill heldur að kjarnastarfsemin verði styrkt þannig að stofnanirnar geti betur komið til móts við þarfir foreldranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×