Viðskipti erlent

Hagvöxtur ekki lægri í þrjú ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty
Hagvöxtur mældist 0,7 prósent í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi 2017. Um er að ræða minnsta hagvöxt sem mælist á ársfjórðungi síðan árið 2014.

CNN Money greinir frá því að minni einkaneysla hafi verið meginástæða þess að ekki varð meiri vöxtur á tímabilinu, en sú þróun hefur háð bandaríska hagkerfinu frá því árið 2009. Síðan árið 2009 hefur árlegur hagvöxtur mælst um tvö prósent.

Trump Bandaríkjaforseti hefur þó lofað að ná að auka hagvöxtinn og hefur hann stefnt að fjögurra prósenta hagvexti. Slíkur vöxtur hefur ekki sést í Bandaríkjunum síðan rétt fyrir aldamótin.

Frá því að Trump tók við hefur stjórn hans opinberlega talað um að ná þriggja prósenta hagvexti á komandi misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×