Viðskipti innlent

Stúdentar opna dyr að ferðaþjónustu

Benedikt Bóas skrifar
Rebekka Sigurðardóttir fyrir framan Gamla garð sem Félagsstofnun stúdenta mun nú stýra.
Rebekka Sigurðardóttir fyrir framan Gamla garð sem Félagsstofnun stúdenta mun nú stýra. vísir/ernir
„Við ákváðum að reka þetta sjálf til að geta sinnt háskólasamfélaginu betur. Við höfum verðlagningu eins lága og mögulegt er eins og í öllum okkar rekstri,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta sem hefur reksturs hostels á Gamla Garði í sumar.

Hótel hefur verið rekið í Gamla Garði í mörg ár og hefur FS hingað til fengið aðila innan hótelgeirans til að sjá um reksturinn. Þegar síðasti samningur var að renna út ákváðum við að gera þetta sjálf og breyta í hostel sem hentar háskólasamfélginu.

„Félagsstofnun stúdenta er sjálfseignastofnun sem nýtur engra styrkja og stendur undir sér sjálf. Markmiðið með rekstrinum er að veita stúdentum ódýra og góða þjónustu og vera bara á núlli því hjá okkur eru engir eigendur sem þurfa að fá greiddan arð. Stúdentar eiga stofnunina, þjónustan er fyrir þá og fá þeir því að sjálfsögðu bestu kjörin,“ segir Rebekka í samtali við Fréttablaðið.

„Tilgangurinn er ekki að græða á þessu frekar en öðru sem stofnunin gerir og rekstrarformið er eins og á öllu hinu sem við rekum, Stúdentagörðum, í Stúdentakjallaranum, Hámu og annari veitingasölu, leikskólum og Bóksölu stúdenta,“ bætir Rebekka við.

Hostelið verður opnað í júní en 43 herbergi eru á Gamla Garði og standa þau öllum til boða í sumar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×