Viðskipti innlent

Ásthildur ráðin í starf framleiðslustjóra hjá Silent

Atli Ísleifsson skrifar
Ásthildur Gunnarsdóttir hefur starfað hjá Viðskiptaráði Íslands síðustu ár.
Ásthildur Gunnarsdóttir hefur starfað hjá Viðskiptaráði Íslands síðustu ár. silent
Ásthildur Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framleiðslustjóra hjá Silent. Hún mun koma til með að sjá um samskipti við starfsmenn framleiðsludeildar og verkefnastjóra ásamt skipulagi á verkefnum fyrirtækisins auk þess að koma að mótun starfseminnar til framtíðar.

Í tilkynningu frá Silent kemur fram að Ásthildur komi til starfa frá Viðskiptaráði Íslands þar sem hún hafi haft umsjón með samskipta- og útgáfumálum ráðsins síðastliðin fjögur ár. Hún starfaði áður á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins þar sem hún vann m.a. með samningahópi um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. 

„Ásthildur er stjórnmálafræðingur að mennt, nam nýsköpunar- og frumkvöðlafræði á meistarastigi við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og stundar nú MBA nám í Háskólanum í Reykjavík. Til gamans má geta að Ásthildur er leikmaður með kvennalandsliði Íslands í blaki. 

Silent er 8 ára gamallt framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð kynningarmyndbanda, auglýsinga með áherslu á samfélagsmiðla. Hjá Silent starfa 12 manns í föstu stöðugildi ásamt fjölda verktaka,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Ásthildi að hún segi Silent vera spennandi fyrirtæki sem sé búið að byggja upp góðan hóp viðskiptavina í gegnum tíðina og sé þekkt fyrir hraða og áreiðanlega þjónustu.

„Mitt hlutverk verður að að samþætta ólíka þætti framleiðslunnar og ná fram aukinni skilvirkni og viðhalda þannig sérstöðu fyrirtækisins. Ég er full tilhlökkunar að takast á við áskoranir og koma inn í sterkt teymi sem starfar hjá fyrirtækinu,“ segir Ásthildur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×