Viðskipti innlent

Mikil aukning milli ára hjá Wow

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Airbus A-321 Wow Air.
Airbus A-321 Wow Air. Vísir/vilhelm
WOW air flutti 201 þúsund farþega til og frá landinu í mars eða um 155 prósent fleiri farþega en í mars á síðasta ári. Þá var sætanýting WOW air 91,6 prósent í mars í ár sem er nálægt þriggja prósentustiga aukning á milli ára.

Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 212 prósent aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra.

Það sem af er ári hefur WOW air flutt um 539 þúsund farþega en það er 180 prósent aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður.

„Það er ánægjulegt að sjá hversu vel gengur að fjölga ferðamönnum til Íslands yfir vetrarmánuðina en það skiptir máli fyrir ferðaþjónustuna í landinu að álagið dreifist jafnt og þétt yfir alla mánuði ársins,“ er haft eftir Skúla Mogensen forstjóra WOW air í tilkynningu frá félaginu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×