Viðskipti innlent

Einar Oddsson til Kóða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Einar Oddsson.
Einar Oddsson. Vísir
Einar Oddsson hefur hafið störf hjá Kóða ehf. sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar.

Hann mun leiða þróun viðskiptalausna hjá fyrirtækinu en félagið sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar fyrir fjármálamarkaðinn

Kóði á og rekur Kelduna, upplýsingaveitu fyrir íslenskt fjármála- og viðskiptalíf og Vaktarann sem sinnir net- og fjölmiðlavöktun. Kóði rekur jafnframt verðbréfaviðskiptakerfið KODIAK.

Einar hefur 12 ára reynslu af fjármálamarkaði síðast sem verðbréfamiðlari hjá Íslenskum verðbréfum þar áður sem framkvæmdastjóri og annar stofnenda Questor ehf. Þar á undan starfaði Einar sem forstöðumaður markaðsviðskipta hjá World Financial Desk LLC í New York á árunum 2008 – 2015.

Fyrirtækið sinnir rafrænum hátíðniviðskiptum með skuldabréf og afleiður á alþjóðamörkuðum. Einar hefur jafnframt setið í stjórnum ýmissa félaga meðal annars hjá Straumi sjóðum hf. og sem stjórnarformaður Útgerðarfélagsins Hólmgarðs.

Einar stundaði hagfræðinám við Fordham University í New York og útskrifaðist þaðan með M.A. gráðu árið 2008. Hann stundaði jafnframt nám við Adelphi University í New York fylki og útskrifaðist þaðan með B.A. gráðu í hagfræði árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×