Viðskipti innlent

Enn hækka stjórnarlaun í HB Granda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, á blaðamannafundi á dögunum á Akranesi.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, á blaðamannafundi á dögunum á Akranesi. Vísir/Anton BRink
Laun stjórnarmanna í HB Granda verða 264 þúsund krónur á mánuði og formaður stjórnar fær 528 þúsund krónur í sinn hlut samkvæmt tillögu sem liggur frammi fyrir aðalfund félagsins sem fram fer þann 5. maí. Laun stjórnarmanna árið 2014 voru 150 þúsund krónur og munu þau því hafa hækkað um 76 prósent á þremur árum.

Dagskrá og tillögur fyrir aðalfundinn voru birtar á vefsíðu HB Granda í gær. Stjórnin leggur til að ein króna verði greidd á hlut í arðgreiðslu til hluthafa, eða um 1,8 milljarðar króna í það heila. Arðurinn verði greiddur þann 31. maí.

Hagnaður HB Granda á síðasta ári nam 26,2 milljónum evra eða 3,1 milljarði íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Hagnaðurinn var tæplega tvöfaldur árið á undan.

Rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan HB Grandi tilkynnti að til stæði að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi. Tæplega 100 manns myndu missa vinnuna. Ákvörðuninni hefur verið frestað fram á haust eftir að bæjarstjórn Akranes biðlaði til fyrirtækisins og lofaði öllu fögru varðandi uppbyggingu á höfninni á Akranesi. 

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, hefur varað við of mikilli bjartsýni varðandi framhaldið á Akranesi.

 


Tengdar fréttir

Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×