Enski boltinn

Sjáðu Palace flengja Arsenal og og allt það helsta sem gerðist í ensku úrvalsdeildinni um helgina | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wilfried Zaha, Andros Townsend og Yohan Cabaye voru öflugir gegn Arsenal í gær.
Wilfried Zaha, Andros Townsend og Yohan Cabaye voru öflugir gegn Arsenal í gær. vísir/getty
Vísir býður lesendum sínum upp á að sjá allt það helsta sem átti sér stað í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Umferð númer 32 lauk í gær með leik Crystal Palace og Arsenal á Selhurst Park.

Til að gera langa sögu stutta tóku lærisveinar Sams Allardyce strákana hans Arsene Wenger í kennslustund og unnu 3-0 sigur.

Andros Townsend, Yohan Cabaye og Luka Milivojevic skoruðu mörk Palace sem hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Arsenal hefur aftur á móti tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum og vonin um Meistaradeildarsæti er orðin ansi veik.

Mörkin úr leiknum í gær má sjá hér að neðan. Þar má einnig sjá uppgjör úr leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni; mörkin, augnablikið og bestu markvörslurnar.

Crystal Palace 3-0 Arsenal
Mörkin
Augnablikið
Markvörslurnar
Uppgjörið

Tengdar fréttir

Wenger: Þetta er áhyggjuefni

Arsene Wenger er búinn að stýra Arsenal í rúmlega 1.100 leikjum en hefur aldrei lent í öðru eins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×