Viðskipti innlent

Hafa ekkert heyrt í Amel Group um vatnskaup

Haraldur Guðmundsson skrifar
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ekkert heyrt síðan um áramót í forsvarsmönnum kanadíska fjárfestingafyrirtækisins Amel Group, sem óskuðu síðasta sumar eftir viðræðum um stórfelldan útflutning á íslensku vatni. Þetta staðfestir Gísli Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í samtali við Markaðinn.

„Þeir hafa ekki svarað okkur síðan við kynntum þeim okkar skilmála um síðustu áramót,“ segir Gísli.

Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti í september í fyrra að fyrirtækið mætti hefja rannsóknir á vatninu og var skrifað undir viljayfirlýsingu. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×