Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2017 12:11 Það er smekkfullt við Keflavíkuflugvöll. Vísir/Pjetur Langtímabílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull og búist er við að vísa þurfi fólki frá þegar líða tekur á daginn. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og þeir sem hafa ætlað að leggja við flugvöllinn í dag hafa lent í vandræðum. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt og nú þrátt fyrir að bætt hafi verið við aukastæðum. „Við tókum hluta af rútustæðum undir til þess að færa bíla til þess að mynda pláss fyrir þá sem eru að koma. Núna erum við bara í þeirri stöðu að öll svæðin sem við sjáum fyrir okkur að geta nýtt eru orðin full þannig að það eru því miður ekki fleiri bílastæði í boði á flugvellinum núna,“ segir Guðni.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Mynd/IsaviaLíklega aldrei fleiri Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana Guðni býst við að þegar líða tekur á daginn verði fólki vísað frá sem ætlar að leggja bílum sínum yfir páskana við flugvöllinn. Þeir sem nýta þessi stæði eru að langmestu leyti Íslendingar. „Það eru í rauninni óvenju margir Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana. Meira heldur en við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum og líklega hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Guðni. Hann segir stæðin sem í boði eru þó aldrei hafa verið fleiri en nú. „Við erum með 2.350 bílastæði núna. Þau fjölguðu um 350 frá því í fyrra og í fyrra þá fylltust stæðin líka en það var þó aðeins um 2.200 bílar sem voru þá en núna eru þeir 3.000. Þannig er það er 800 bílum fleira á bílastæðunum í ár heldur en í fyrra og það eru auðvitað aðallega Íslendingar sem nýta sér bílastæðin, langtímabílastæðin hjá okkur. Þannig að ég held að við getum alveg fullyrt að það hafi aldrei jafn margir Íslendingar verið á faraldsfæti,“ segir Guðni. Guðni segir mikilvægt að þeir sem ætli að fara til útlanda dagana sem eftir eru af þessari páskahátíð geri ráð fyrir að geta ekki skilið bílinn sinn eftir við flugvöllinn heldur geri aðrar ráðstafanir. „Núna erum við að benda á þetta til þess að fólk geti gert ráðstafanir og geti vonandi nýtt sér rútur eða strætó eða látið aka sér á völlinn,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Langtímabílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull og búist er við að vísa þurfi fólki frá þegar líða tekur á daginn. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og þeir sem hafa ætlað að leggja við flugvöllinn í dag hafa lent í vandræðum. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt og nú þrátt fyrir að bætt hafi verið við aukastæðum. „Við tókum hluta af rútustæðum undir til þess að færa bíla til þess að mynda pláss fyrir þá sem eru að koma. Núna erum við bara í þeirri stöðu að öll svæðin sem við sjáum fyrir okkur að geta nýtt eru orðin full þannig að það eru því miður ekki fleiri bílastæði í boði á flugvellinum núna,“ segir Guðni.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Mynd/IsaviaLíklega aldrei fleiri Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana Guðni býst við að þegar líða tekur á daginn verði fólki vísað frá sem ætlar að leggja bílum sínum yfir páskana við flugvöllinn. Þeir sem nýta þessi stæði eru að langmestu leyti Íslendingar. „Það eru í rauninni óvenju margir Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana. Meira heldur en við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum og líklega hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Guðni. Hann segir stæðin sem í boði eru þó aldrei hafa verið fleiri en nú. „Við erum með 2.350 bílastæði núna. Þau fjölguðu um 350 frá því í fyrra og í fyrra þá fylltust stæðin líka en það var þó aðeins um 2.200 bílar sem voru þá en núna eru þeir 3.000. Þannig er það er 800 bílum fleira á bílastæðunum í ár heldur en í fyrra og það eru auðvitað aðallega Íslendingar sem nýta sér bílastæðin, langtímabílastæðin hjá okkur. Þannig að ég held að við getum alveg fullyrt að það hafi aldrei jafn margir Íslendingar verið á faraldsfæti,“ segir Guðni. Guðni segir mikilvægt að þeir sem ætli að fara til útlanda dagana sem eftir eru af þessari páskahátíð geri ráð fyrir að geta ekki skilið bílinn sinn eftir við flugvöllinn heldur geri aðrar ráðstafanir. „Núna erum við að benda á þetta til þess að fólk geti gert ráðstafanir og geti vonandi nýtt sér rútur eða strætó eða látið aka sér á völlinn,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19