Innlent

Komu manni sem lá á gangstétt í skjól og höfðu hendur í hári innbrotsþjófs

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir/Anton Brink
Ungur maður í annarlegu ástandi var vistaður í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt sökum ástands. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar segir að maðurinn hafi verið færður á lögreglustöðina á fjórða tímanum í nótt. Lögreglunni hafði skömmu áður borist tilkynning um að maðurinn lægi á gangstétt í Hlíðarhverfi.

Rétt fyrir miðnætti var tilkynnt um innbrot og þjófnað við Víkurhvarf. Þar hafði verið brotist inn í húsnæðinu og hafði þjófurinn á brott bíllykil og síðan bílinn em lykillinn gengur að. Bíllinn fannst síðar á Suðurnesjum og í framhaldi fannst sá sem er grunaður um þjófnaðinn. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sex ökumenn á gærkvöldi og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×