Innlent

Innbrot í Grafarvogi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
 Lögreglunni barst tilkynning um innbrotið rétt fyrir klukkan tíu.
Lögreglunni barst tilkynning um innbrotið rétt fyrir klukkan tíu. Vísir/Eyþór
Brotist var inn í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Lögreglunni barst tilkynning um innbrotið rétt fyrir klukkan tíu. Hafði innbrotsþjófurinn spennt upp glugga, farið inn í íbúðina og stolið farsíma. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þá var ölvaður maður handtekinn við veitingahús í miðbæ Reykjavíkur klukkan 2:40 í nótt. Samkvæmt lögreglu er maðurinn grunaður um brot á lyfjalögum og var hann vistaður í fangageymslu.

Þá stöðvaði lögregla fjóra ökumenn í nótt, grunaða um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×