Innlent

Margra tíma bið eftir töskum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Mörgum flugum frá Keflavíkurflugvelli var seinkað í gær vegna veðurs.
Mörgum flugum frá Keflavíkurflugvelli var seinkað í gær vegna veðurs. Vísir
Nokkur röskun var á Keflavíkurflugvelli í gær vegna óveðurs. Einhverjar vélar þurftu að bíða í nokkrar klukkustundir áður en farþegum var hleypt út úr vélunum og dæmi voru um að farþegar þyrftu að bíða í rúma fjóra tíma eftir farangri sínum.

Of mikill vindur var á flugvellinum, til þess að hægt væri að setja stiga eða landgang að vélum. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi að veðrið hefði gert það að verkum að hvorki var hægt að senda fólk né tæki út.

Hann sagðist eiga von á því að þegar veður færi að lægja færu vélar af stað upp úr níu og að þá væri einnig hægt að taka töskur út úr vélunum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×