Handbolti

Fram heldur toppsætinu eftir sigur á Hlíðarenda

Steinunn Björnsdóttir í baráttunni í kvöld.
Steinunn Björnsdóttir í baráttunni í kvöld. vísir/anton
Fram átti ekki í teljandi vandræðum með Val í stórleik kvöldsins í Olís-deild kvenna. Fram vann að lokum með sex marka mun, 26-20.

Fram leiddi í hálfleik með einu mörkum, 26-20, og í síðari hálfleik náðu þau að halda forskotinu og halda toppsætinu. Fram er með 33 stig en Valur áfram í sjötta sætinu.

Ragnheiður Júlíusdóttir var einu sinni sem oftar markahæst hjá Fram með átta mörk, en hjá Val var það Diana Satkausskaite sem var atkvæðamest með níu mörk.

Haukar unnu fimm marka sigur Fylki í Árbænum í hinum leik kvöldsins, en lokatölur urðu 30-25 eftir að Haukar höfðu leitt með átta mörkum í hálfleik, 18-10.

Guðrún Erla Bjarnadóttir lék á alls oddi í liði Hauka og skoraði tíu mörk, en næst kom Brynhildur Sól Eddudóttir með fimm. Haukar í þriðja sæti deildarinnar.

Thea Imani Sturludóttir skoraði mest fyrir Fylki sem situr á botninum eða sex mörk talsins, en Fylkir er einmitt með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×