Viðskipti innlent

Krónan hefur veikst það sem af er degi

Birgir Olgeirsson skrifar
Krónan hefur veikst um eitt prósent í morgun.
Krónan hefur veikst um eitt prósent í morgun. visir/sigurjón

Krónan hefur veikst upp eitt prósent gagnvart helstu gjaldmiðlum í morgun. Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin að fullu í dag. Yfirvöld tilkynntu um þá ákvörðun síðastliðinn sunnudag.

Í gær voru mikil viðskipti með gjaldeyri en krónan veiktist mest um allt að fjögur prósent en styrktist þegar leið á daginn og hafði veikst um 2,5 prósent þegar upp var staðið en hefur veikst um annað prósentustig í morgun. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira