Viðskipti innlent

Costco samdi ekki við Olís um kaup á eldsneyti

Haraldur Guðmundsson skrifar
Costco ætlar að opna í lok maí.
Costco ætlar að opna í lok maí. Vísir/Ernir
Olís mun ekki selja Costco á Íslandi eldsneyti og hefur Skeljungur því að öllum líkindum hreppt samninginn við bandaríska verslunarrisann. Ekki náðist í Valgeir Baldursson, forstjóra Skeljungs, við vinnslu fréttarinnar.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins fengu stjórnendur Olís nýverið svar frá Costco um að fyrirtækið hefði hafnað tilboði olíufélagsins. Forsvarsmenn Costco hafa síðustu mánuði átt í viðræðum við Olís og Skeljung um kaup á eldsneyti fyrir fjölorkustöð Costco sem nú er í byggingu í Kauptúni í Garðabæ. Bandaríska fyrirtækið vill selja yfir tíu milljónir lítra af eldsneyti á ári og hefja rekstur í maí.

Fjölorkustöð Costco verður einungis opin meðlimum sem greiða fyrirtækja- eða einstaklingsaðild.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×